news

Dagur íslenskrar tungu 16. nóvember 2020

17. 11. 2020

Það er hefð fyrir því á leikskólanum Sólborg að taka á móti börnum frá Sandgerðisskóla á þessum degi og hlusta á skemmtilegan upplestur barnanna okkur öllum til mikillar gleði. Í ljósi aðstæðna var þó ekki hægt að taka á móti börnunum í þetta skiptið en héldu kennarar á Sólborg upp á daginn hver kjarni með sínum hætti.

Sem dæmi ræddu kennarar við börnin um skemmtileg og skrítin orð, fóru með þeim í orðaleiki, sögustundir og ýmislegt fleira. Inn á bláa yngri skoðuð vinkonur auk þess íslenska fánann.

Nýtt þema i þróunarverkefninu okkar, Málið okkar, hófst 16. nóvember en það er Hlutir á heimilinu og hljóðið H. Starfskonur á Sólborg eru afar duglegar að innleiða þróunarverkefnið inn í okkar starf og erum við þakklátar fyrir það. Eins er gaman að sjá þann áhuga sem foreldrar hafa sýnt verkefninu og höfum við fulla trú á að þetta muni efla málþroska barnanna okkar verulega og bæta málumhverfi þeirra.

Við hlökkum til þess að geta boðið börnunum úr grunnskólanum til okkar og eiga notalega lestrarstund með þeim, vonandi fyrr en síðar.


© 2016 - Karellen