news

Jólaleikrit í boði foreldrafélagsins

16. 12. 2020

Leikhópurinn Miðnætti kom til okkar með leiksýninguna Þorri og Þula á mánudaginn í boði foreldrafélagsins okkar og glöddu með því bæði börn og kennara með stórskemmtilegu jólaleikriti. Þar komast þau að því að jólakötturinn hefur ákveðið að fresta jólunum þetta árið en með vináttuna að leiðarljósi tekst þeim að bjarga jólunum. Leiksýningin var sýnd þrisvar svo enn væri hægt að halda hólfunum skiptum og sló þetta verulega í gegn hjá öllum aldurshópum. Við þökkum foreldrafélaginu ásamt þeim Þorra og Þulu hjartanlega fyrir þetta framtak.

© 2016 - Karellen