news

Maximús Músíkús

22. 02. 2020

Við fengum aldeilis gott boð frá Tónlistarskólanum í Garði sem fagnar 40 ára starfsafmæli í ár.

Í fyrsta lagi kom hún Dagný og sagði okkur söguna af því þegar músin knáa heimsækir Sinfóníuhljómsveit Íslands og að sjálfsögðu kom Maximús sjálfur með. Börnin okkar voru frábærir áhorfendur og fengu hrós fyrir áhuga og góða einbeitingu <3

Síðan fengu skólahópar boð um að koma yfir í Garð þar sem Valgerður Guðna sagði söguna um þegar Maximús heimsækir tónlistarskóla og þar var bæði lifandi tónlist og jú, auðviað músin sjálf.

Takk kærlega fyrir dásamlegt boð.


© 2016 - Karellen