news

Samskiptalotu lokið - að nota vinkonu/vinahendur

30. 11. 2020

Nú er samskiptalotu lokið og aðventan tekur við þar sem við gerum okkar allra besta til að halda amstri jólanna utan við skólann og leggjum áherslu á að skapa ró og fallegt andrúmsloft í skólanum.

Við vonum að ykkur líði öllum sem best og að þið getið hlakkað til jólanna í faðmi fjölskyldu.

Það kom fyrirspurn frá foreldri um daginn um hvað það þýðir þegar við segjum að börnin séu að æfa sig að nota vinkonu- og vinahendur og okkur langar að deila svarinu með ykkur öllum:

Þegar við æfum mjúkar vina og vinkonuhendur þá erum við að leyfa þeim að strjúka hendurnar okkar eða við þeirra og svo þau við hvort annað. Þetta er markvist gert og við æfum þetta mikið og vel. Það er mikilvægt að hrósa þeim vel fyrir og segja þeim hvað okkur finnst notalegt þegar þau nota svona vinkonu eða vinahendur eða mjúkar hendur.

Þegar þau síðan ruglast, eins og gengur og gerist, og jafnvel meiða hvort annað, kennara eða fjölskyldumeðlimi heima er þá hægt að segja „æji kæra/kæri xxx, notaðu mjúkar vinkonu/vina hendur“.

Þau æfa sig síðan að gefa vinkonu og vinum sínum knús þegar þau meiða sig eða eru leið og með því æfum við samkennd og kærleika.

Þetta gerum við svo út leikskólagönguna og þegar þau eru orðin eldri læra þau að nota þessi orð á hvort annað og biðja þá vinkonur eða vini að stjórna höndunum sínum, nota mjúkar hendur, falleg orð og svo framvegis.

Það er auðvitað alveg frábært ef þið eruð að æfa þetta heima líka <3

© 2016 - Karellen