news

Skemmtileg heimsókn frá Brunavörnum Suðurnesja

23. 09. 2019

Hann Gunnar frá Brunavörnum Suðurnesja kom til okkar á Sólborg í síðustu viku og var með skemmtilega fræðslu fyrir elstu börn skólans um brunavarnir. Hann sýndi okkur skemmtilegt myndband af Loga og Glóð sem eru sérfræðingar í brunavörnum og leyfði okkur að prófa grímuna sína og hjálm við góðar undirtektir barnanna okkar. Þau voru afar áhugasöm og glöð og Gunnar talaði sérstaklega um það hversu kurteis og flott þau voru sem gladdi okkur kennarana afar mikið <3 Takk fyrir að koma til okkar kæri Gunnar

© 2016 - Karellen