news

Uppeldi sem virkar - uppeldisnámskeið fyrir foreldra

15. 03. 2021

Fræðsluþjónusta Suðurnesjabæjar býður nú foreldrum upp á spennandi og gagnlegt uppeldisnámskeið sem kennt verður rafrænt eftir páska.

Heiða sem er kennslu og hegðunarráðgjafi hjá Suðurnesjabæ kennir námskeiðið ,,Uppeldi sem virkar'' en það hefur verið haldið víðsvegar um landið með góðum árangri og mikilli ánægju meðal foreldra.

Öll viljum við aðeins gera okkar besta í þessu mikilvæga hlutverki sem foreldahlutverkið er
og hér er frábært tækifæri til að vaxa og dafna enn frekar á þessu sviði.
Á námskeiðinu er farið yfir hvernig megi koma í veg fyrir hegðunarerfiðleika og nota aga á jákvæðan og árangursríkan hátt. Farið er yfir hvernig megi byggja andlega líðan barna upp en eins hvernig við getum aukið okkar eigin styrkleika í foreldrafærni svo fáeint sé nefnt.

Námskeiðsgjaldið er 10.000 kr og hvetjum áhugasama að skrá sig sem fyrst hjá okkur í gegnum tölvupóst leikskólans solborg@hjalli.is eða með því að kíkja við á skrifstofuna. Eins er hægt að senda Kristíni deildastjóra fræðsluþjónustu hjá Suðurnesjabæ á netfangið kristin@sudurnesjabaer.is

Síðasti skráningardagur er 8. apríl.

Uppeldi sem virkar - færni til framtíðar© 2016 - Karellen