staff
Andrea Sigurrós Andrésdóttir
Stuðningur
Grænikjarni
Andrea er útskrifaður leikskólaliði og er alltaf kölluð Adda. Hún hefur unnið í Sólborg síðan í september 2006. Adda hefur sótt ýmis námsskeið í tengslum við leikskólastarfið t.d. uppeldi til ábyrgðar, skyndihjálp, Blátt áfram ofl. gagnlegt. Í vetur er Adda stuðningur hjá yngstu börnunum okkar á græna kjarna
staff
Anna Júlía Magnúsdóttir
Kjarnastýra
Rauðikjarni eldri
Anna Júlía er útskrifaður Leikskólaliði en hún hóf störf á Sólborg 2008. Í vetur er Anna Júlía hópstjóri hjá elstu drengjum skólans en einnig er hún kjarnastýra á rauða kjarna eldri ásamt því að vera skólastúlka sjálf en hún er í fagháskólanámi í leikskólafræðum.
staff
Anna Margrét Eyþórsdóttir
Hópstýra
Rauðikjarni yngri
Anna Margrét hefur unnið í nokkur ár á Sólborg með hléi en er nú komin aftur til okkar og við þakklát fyrir það. Anna Margrét er leikskólaliði og er í vetur stuðningur á Rauða kjarna yngri.
staff
Anna Sóley Bjarnadóttir
Kjarnastjóri
Grænikjarni
Anna Sóley er Leikskólaliði og hóf störf á Sólborg í apríl 2013 en hafði áður unnið á öðrum leikskóla. Anna Sóley er kjarnastjóri og hópstjóri á græna kjarna. Hún sér um aðlögun á yngstu börnunum okkar.
staff
Arnar Helgason
Stoðþjónusta
Stoðþjónusta
Arnar hóf störf á leikskólanum Sólborg í apríl 2016. Hann hefur unnið við ýmis störf í gegnum tíðina eins og dekkjaverkstæði, pípulagningar, gröfur og marft fl. Hann er mikil áhugamaður um leiklist og tekur þátt í leiksýningum hjá Frumleikhúsinu. Hann sinnir almennu viðhaldi á húseignum ásamt því að leysa af á kjörnum og útisvæði.
staff
Ástrós Sóley Kristjánsdóttir
Hópstýra
Rauðikjarni yngri
Ástrós er hóf störf á Sólborg haustið 2018. Í vetur er hún hópstýra á Rauða kjarna yngri auk þess að vera sjálf í námi.
staff
Berglind Lára Haraldsdóttir
Hópstýra
Bláikjarni yngri
Berglind hefur starfað á Sólborg í nokkur ár og er núna í vetur hópstýra með vinkonur á Bláa kjarna yngri
staff
Bergljót Bára Theódórsdóttir
Hópstýra
Bláikjarni yngri
Bergljót eða Begga eins og hún er alltaf kölluð kom til okkar á Sólborg haustið 2020 sem starfskona en var móðir í skólanum. Begga er hópstýra með vinkonur á Bláa kjarna yngri.
staff
Birta Rós Ágústsdóttir
Leiðbeinandi
Gulikjarni
staff
Dorota Maria Wenta
Hópstjóri
Grænikjarni
staff
Eydís Ösp Haraldsdóttir
Hópstýra
Rauðikjarni eldri
Eydís hóf störf á Sólborg í september 2012 og er í vetur hópstýra með elstu vinina okkar á Rauða kjarna eldri.
staff
Feriane Amrouni
Hópstýra
Gulikjarni
Feriane er menntuð blaðakona frá háskóla í Alsír en hefur unnið á Sólborg síðan 2016. Feriane er hópstýra með litla vini á gula kjarna.
staff
Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir
Skólafreyja
Stoðþjónusta
Guðbjörg er viðskiptafræðingur að mennt en hóf störf sem skólafreyja á Sólborg í janúar 2020 og sinnir hinum ýmsu verkefnum.
staff
Guðrún Sif Pétursdóttir
Hópstýra
Gulikjarni
Guðrún Sif hefur unnið á Sólborg í nokkur ár og skellti sér svo í gegnum stúdentspróf og útkskrifaðist vorið 2020. Hún er hópstýra á Gula kjarna með litla vini.
staff
Guðveig Þórhallsdóttir
Stuðningur
Bláikjarni eldri, Rauðikjarni eldri
Guðveig eða Veiga eins og við köllum hana hóf störf í október 2020 og við heppin að fá hana í hópinn. Hún er stuðningur á Rauða kjarna eldri í vetur.
staff
Gyða Björk Guðjónsdóttir
Kjarnastýra
Bláikjarni yngri
Gyða hóf störf á Sólborg árið 2000 en hafði áður starfað á hinu ýmsu stöðum og meðal annars með öldruðum. Gyða er útkskrifuð sem leiskólaliði og er nú kjarnastýra og hópstjóri með vinkonur á blá kjarna yngri.
staff
Gyða Björk Jóhannsdóttir
Kjarnastýra
Bláikjarni eldri
Leikskólakennari. Gyða er menntuð Leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri og útskrifaðist 2008. Hún hóf störf í Sólborg 1994 og vann til 1997. Gyða vann svo við fiskvinnslu til ársins 2002 en hóf þá aftur störf á Sólborg. Í vetur er hún kjarnastýra á bláa kjarna eldri og kennir þar elstu stúlkunum okkar.
staff
Hanna Þórsteinsdóttir
Leikskólastýra
Stoðþjónusta
Hanna hóf störf hjá Hjallstefnunni árið 2006 og hefur starfað bæði á Laufásborg og í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Hanna kom á Sólborg í maí 2019 og sinnir nú hlutverki leikskólastýru. Hún er skólastúlka sjálf í vetur en hún er í mastersnámi við Háskóla Íslands.
staff
Heiðrún Þóra Aradóttir
Kjarnastýra
Gulikjarni
Heiðrún hóf störf á Sólborg í júní 2013 en hafði áður starfað í 4 ár sem dagmamma og einnig á öðrum leikskólum. Hún hefur sótt margvísleg námskeið í tengslum við leikskólastarfið og útskrifaðist í lok árs 2016 sem leikskólaliði. Heiðrún sér um þjálfun á nýju starfsfólki ásamt því að vera bæði hópstjóri og kjarnastjóri á gula kjarna með litla vini og í vetur er hún sjálf skólastúlka en hún í fagháskólanámi í leikskólafræðum.
staff
Helena Ásta Hreiðarsdóttir
Hópstýra
Bláikjarni eldri
Helena byrjaði að vinna í Sólborg árið 2007. Hún hefur lokð nokkrum fagnámsskeiðum leikskóla hjá MSS. Helena er núna hópstjóri með elstu vinkonurnar á Bláa kjarna eldri.
staff
Magdalena Zembrzuska
Hópstýra
Rauðikjarni yngri
Magdalena hóf störf á Sólborg árið 2017 og er í vetur hópstýra með vini á Rauða kjarna yngri.
staff
Malgorzata Ewa Kornas
Hópstýra
Grænikjarni
Malgorzata sem alltaf er kölluð Gosia hóf störf á Sólborg haustið 2018. Hún er í vetur hópstýra með vini á Rauða kjarna yngri.
staff
Mandy Völkel
Kjarnastýra
Rauðikjarni yngri
Mandy hóf störf á Sólborg árið 2013. Hún er menntuð í barnahjúkrun en einnig er Mandy félagsliði. Hún hafð áður unnið í barnaskóla í Þýskalandi en einnig með öldruðum og við sérkennslu. Mandy er kjarnastýra og hópstýra á rauða kjarna yngri.
staff
Margrét Árnína Hrafnsdóttir
Matráðskona
Stoðþjónusta
Magga hóf störf í eldhúsi Sólborgar árið 2005 og vann hér í eitt ár. Hún kom síðan aftur í ágúst 2012 þegar Hjallastefnan tók við rekstri skólans. Áður starfaði hún í sex ár á leikskólanum Akri, en þar var hún matráður. Magga hefur sinnt ýmsum störfum s.s. vinnu í mötuneyti og verið verslurnarstjóri.
staff
María Sigurbjörg Björnsdóttir
Hópstýra
Gulikjarni
María hóf störf í Sólborg í ágúst 2008. Maja hefur sótt fjölda námsskeiða tengdum starfinu t.d. skyndihjálp, uppeldi til ábyrgðar og málörvunarnámsskeið (Lubbi). María er útskrifaður Leikskólaliði frá Miðstöð símenntunnar á Suðurnesjum. Í vetur er hún hópstjóri með litla vini á gula kjarna og þar að auki er hún sjálf skólastúlkna en í fagháskólanámi í leikskólafræðum.
staff
Petra Wíum Sveinsdóttir
Hópstýra
Bláikjarni yngri
Petra kom til okkar í febrúar árið 2020 sem stuðningur en er nú orðin hópstýra með vinkonur á bláa kjarna yngri. Petra er með stúdentspróf.
staff
Ragnheiður Sigurjónsdóttir
Kjarnastýra
Grænikjarni
Ragnheiður er alltaf kölluð Lilla. Hún er búin að vinna á Sólborg síðan 1995. Áður starfaði hún í áratug í dagvistun fyrir börn með fatlanir. Lilla hefur sótt margvísleg námsskeið í tengslum við leikskólastarfið og útskrifaðist sem Leikskólaliði í desember 2017. Í vetur er Lilla hópstýra og kjarnastýra með yngstu börnin okkar á Græna kjarna.
staff
Sesselja Svavarsdóttir
Aðstoð í eldhúsi
Stoðþjónusta
Sesselja er kölluð Sessý. Sessý byrjaði að vinna í Sólborg í ágúst 2008. Áður vann hún við ræstingar og fiskvinnslu. Hún hefur sótt námsskeið og fræðslu í tengslum við leikskólastarfið t.d. Uppeldi til ábyrgðar. Í vetur er Sessý í eldhúsinu hjá okkur ásamt henni Möggu.
staff
Þuríður Dagný Þormar
Sérkennslustýra
Stoðþjónusta
Þuríður er með BA gráðu í sálfræði og einnig diplómu í jákvæðri sálfræði. Þurý hóf störf hjá Hjallastefnunni árið 2010 en kom á Sólborg árið 2017. Í vetur er Þurý sérkennslustýra skólans en kemur einnig að stjórnun skólans.
© 2016 - Karellen