Leikskólinn Sólborg er til húsa að Sólheimum 1, 3 og 5. Skólastjóri á komandi starfsári er Hulda Björk Stefánsdóttir. Skólaárið 2016 til 2017 er 33. starfsár leikskólans. Árið 1984 hófst rekstur leikskólans í núverandi mynd en þó hafa viðbætur verið gerðar. Árið 2002 var tekin í notkun viðbygging og þá var eldhúsið einnig tekið í notkun og börnunum veittur heitur hádegismatur. Árið 2005 bættist fjórða deildin við en hún var starfrækt í Samkomuhúsi Sandgerðisbæjar. Veturinn 2006-2007 komu yngstu börnin úr Samkomuhúsinu í leikskólann og elstu börnin fóru í Skólastræti 1.

Leikskólinn varð 6 deilda vorið 2007 þar sem húsnæði á sömu lóð var tekið í notkun fyrir leikskólann. Haustið 2008 varð leikskólinn síðan 5 deilda þegar viðbygging við leikskólann var tekin í notkun, deild fyrir yngstu börnin og mikið bætt starfsmannaaðstaða. Elstu börnin komu í húsnæðið að Sólheimum 1-3 og Skólastræti 1 var þá lagt niður sem leikskóladeild.

Leikskólinn er nú rekinn af Hjallastefnunni ehf. samkvæmt þjónustusamningi við Sandgerðisbæ sem tók gildi í ágúst 2012. Starfsáætlun þessi tekur gildi þann 1. október 2015 og er skilað til Hjallastefnunnar ehf. og Sandgerðisbæjar.

© 2016 - Karellen