Innskráning í Karellen
news

Áræðnilota

28. 03. 2023

Nú er Áræðnilota í fullum gangi og alls konar kjark- og kraftæfingar í gangi um allan skóla. Það getur verið ansi erfitt að taka stökkið þó fallið sé ekki hátt, í hvaða formi sem það er, og þá er mikilvægt að hafa kennara sér við hlið sem veitir stuðning og hvatningu.

Á fyrstu myndinni eru litlar, en kröftugar stúlkur á Græna kjarna að klífa sitt eigið Everest og einbeitingin leynir sér ekki. Á næstu mynd hlaupa vinir af Rauða kjarna eldri á táslunum smá spöl í snjónum og kennararnir að sjálfsögðu taka þátt og þar liggur mikil hvatning. Á þriðju myndinni eru stúlkur á Bláa kjarna yngri að príla inn um glugga eftir kröftugan hlaupahring.

Það er ekki af ástæðulausu sem þetta er uppáhalds lota margra kennara hjá Hjallastefnunni.

.

© 2016 - Karellen