Innskráning í Karellen
news

Bæjarhátíð Suðurnesjabæjar

26. 08. 2022

Börn og starfsfólk taka sannarlega þátt í bæjarhátíð Suðurnesjabæjar og hafa börnin unnið að því að föndra og skreyta sína kjarna í þemalitum hátíðarinnar; bleiku og fjólubláau.

Í dag eru mörg börn klædd í bleikt og fjólublátt og það er hátíðarstemming í húsinu og tilhlökkun fyrir helginni.

Elstu börnin okkar fengu boð um að taka þátt í dagskrá Sandgerðisskóla og fóru í ratleik, pizzapartý og á tónleika með Emmsjé Gauta.

Starfsfólk fékk fallega köku í tilefni dagsins og börnin uppáhaldsmat margra, pítu með hakki og grænmeti.

Við óskum ykkur góðrar helgar, vonum að þið njótið samvista með fallegu börnunum ykkar og að veðrið leiki við bæjarbúa.


© 2016 - Karellen