news

Fatnaður - Málið okkar þemað 20. sept - 2. okt

23. 09. 2020

Þróunarverkefnið Málið okkar - horft til framtíðar hefur farið vel af stað og það er yndislegt að sjá hve mikill áhugi er hjá ykkurog öllum frábæru kennurunum. Þemað sem við erum að vinna í núna er fatnaður og hljóðið B. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að ræða um fatnað og lýsa honum. Að setja orð á þær athafnir sem við gerum og núna þá sérstaklega þegar verið er að klæða sig eða hátta. Eins er frábær æfing og góð skemmtun að klæða sig upp í hlutverkaleikjum ogsetja orð á um leið á hverja flík.

Svo auðvitað síðast en ekki síst að eiga ljúfa lestrarstund saman daglega.Verið dugleg að ræða við börnin um fatnað á ykkar tungumálum og æfa B hljóðið. Finnið orð sem byrja á B hljóðinu.

© 2016 - Karellen