Innskráning í Karellen
news

Gleðilega jólahátíð

23. 12. 2022

? Kæru fjölskyldur ?

Desember hefur verið ljúfur hjá okkur á Sólborg, búið að búa til fallegar jólagjafir fyrir ykkur foreldrana, syngja mikið og njóta daganna saman.

Þar að auki hélt foreldrafélagið jólaskemmtun fyrir börnin og Margrét Pála og vinkona hennar, Laufey fiðlluleikari komu til okkar og fóru á alla staði og spiluðu fyrir börnin. Ég set hér tvær myndir frá þeim viðburðum ❤

Við óskum ykkar gleðilegrar hátíðar og farsældar á nýju ári ❤

Megi jólahátíðin verða ykkur ljúf og þið náið að njóta samvista með ykkar fallegu og dásamlegu börnum.

Enn og aftur þökkum við fyrir velvildina, þolinmæðina, væntumþykjuna og skilninginn í gegnum það krefjandi verkefni sem lokun á leikskólahúsnæðinu var. Það hefur verið okkur dýrmætt að finna fyrir ykkur og samstöðunni.

Með hækkandi sól sest skólastarfið enn betur og við göngum stolt og glöð inn í næstu önn ❤

Kær jólakveðja frá okkur öllum á Sólborg

© 2016 - Karellen