news

Líkaminn og hljóðið D - Málið okkar þemað 5.-16. október

05. 10. 2020

Þemað sem við erum að vinna í núna er Líkaminn og hljóðið D. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að ræða um líkamann með lýsingum og tilfinningum. Hægt er að fara í spurningarleiki eins og hvaða líkamshluta notum við til þess að ganga? Eða sitja á? Þetta þema er kjörið að nýta í að ræða líka um fjölbreytileika líkamans og að við erum öll einstök.

Þegar við setjum orð á þær athafnir sem við gerum í gegnum daginn er hægt að beina athyglinni að líkamanum og þeim hljóðum sem byrja á d. Endurtaka tildæmis d,d, hljóðið og klára svo d-d-dansa, heyrist d í dansa? Hreyfileikir og dansar eins og höfuð herðar hné og tær eiga hér mjög vel við og svo lög eins og til dæmis tilfinningablús ( ég finn það ofan í maga, ooo). Eins væri gaman að fá að heyra frá ykkur hugmyndir af lögum, bókum, leikjum og/eða æfingum sem ykkur finnst skemmtilegast að fara í með börnunum ykkar.

Lærum og leikum með hljóðin er með frábært app sem nýtist vel í að fara yfir hljóðin og eins er Lubbi finnur málbeinið frábært efni með skemmtilegum lögum sem æfa hljóðkerfisvitundina sem og orðaforða.

Svo auðvitað síðast en ekki síst að mælum við með að eiga ljúfa lestrarstund saman daglega.

© 2016 - Karellen