news

Málið okkar - horft til framtíðar

11. 09. 2020


Við hjá Sólborg erum hæst ánægðar að deila með ykkur þeim fréttum að við erum að taka þátt í þróunarverkefni í samstarfi við fræðsluþjónustu Suðurnesjabæjar og Bryndísi Guðmundsdóttur talmeinafræðing.

Þróunarverkefnið okkar ber titilinn Málið okkar - horft til framtíðar og markmið verkefnisins er að auka orðaforða og málþroska barnanna með þemastarfi og bættu málumhverfi.

Það er mikilvægt að foreldrar séu virkir þáttakendur í þessu ferli og hlökkum við til að eiga þetta samstarf með ykkur.

Búið er að hengja upp upplýsingar og lesefni fyrir foreldra í öllum fataklefum og hvetjum við ykkur öll að kíkja vel yfir þau blöð. Eins eru þar upplýsingar um núverandi þema svo auðvelt er að sjá í hverju við erum að vinna hverju sinni.

Miðvikudaginn 7. október verður Bryndís talmeinafræðingur svo með fræðslufund í Vörðunni fyrir foreldra klukkan 8:15 þar sem hún fer yfir mikilvægi þessarar vinnu fyrir áframhaldandi nám og framtíð barnanna ykkar. Það er mjög mikilvægt að foreldrar mæti á fræðslufundinn svo við biðjum ykkur innilega um að taka þennan tíma frá.

Fyrsta þemað sem við unnum í er -Skólinn og ég- en þá æfðum við börnin í að þekkja nafnið sitt, nöfn fjölskyldu meðlima, ræddum um afmælisdaga og hvaða kjarna við erum á og svo frv.

Við hvetjum við ykkur að halda áfram með þá umræðu út veturinn.

Hjördís Hafsteinsdóttir talmeinafræðingur hjá Suðurnesjabæ hefur einnig komið til okkar að orðaforðaprófa mörg börn hjá okkur og mun halda því áfram. Það gefur okkur einnig mikilvæga innsýn inn í þá þætti sem helst þarf að bæta í málumhverfi barnanna.

Við hjá Sólborg erum afar þakklátar og spenntar fyrir þessu frábæra verkefni og hlökkum til að vinna þetta með ykkur kæru foreldrum.


------- POLSKIE---------

Nasz język - spojrzenie w przyszłość

My w Sólborg zadowoleniem dzielimy się z Wami tym, że bierzemy udział w projekcie we współpracy z UM Sudurnesjabaer oraz z logopedą Bryndis Gudmundsdóttir.

Projekt ma tytuł Nasz język -spojrzenie w przyszłość i celem jest wzbogacenie słownictwa i rozwijanie znajomości języka w projektach i wzbogacony o elementy języka otoczenie dziecka.

To bardzo ważne, by rodzice brali aktywny udział w tym projekcie i liczymy na współpracę z Wami.

Rozwiesiliśmy informacje i lekturę dla rodziców we wszystkich szatniach i zachęcamy do zapoznania się z tym dobrze. Też została umieszczona informacja o pierwszym temacie, więc macie wgląd, co jest robione za każdym razem.

Środa 7 października Bryndis będzie prowadziła wykład w Vardan , miðnestorg 3 o g. 8:15 dla rodziców w, gdzie zapozna rodziców z tym, jak ważne jest pilnowanie nauki, która ma wpływ na przyszłość dziecka. Bardzo ważne, by Rodzice wzięli w spotkaniu z Bryndis udział i zarezerwowali sobie ten czas na spotkanie z nią.

Pierwszym tematem jest Szkoła i ja, kiedy uczymy się imion, imion rodziny, urodzin, w jakim oddziale przedszkolnym jesteśmy itp.

Zachęcamy do dyskusji w tym temacie jesienią.

Hjördís Hafsteinsdóttir logopeda przy UM Sudurnesjabae była u nas w celu zbadania słownictwa przedszkolaków i będzie tego pilnować. To nam dało zarys tego, że ważne jest zwiększenie słownictwa u dzieci.

My w Sólborg jesteśmy bardzo wdzięczni i zmobilizowani do wzięcia udziału w tym pięknym przedsięwzięciu i czekamy z niecierpliwością z Wami, szanowni Rodzice.

© 2016 - Karellen