news

Matur og hljóðið L - Málið okkar þemað 2.-13. nóvember

02. 11. 2020

Þemað sem við erum að vinna í núna er Matur og hljóðið L. Við hvetjum ykkur eindregið til þess að nýta samveruna á matmálstímum til umræðna um mat og hvort ykkur líki eitthvað vel eða illa. Eins er frábært að bjóða þeim með í undirbúning máltíða og eiga notalegt spjall á matartímum. Hægt er að fara í spurningarleiki eins og hvaða matvæli við erum að ræða um. Hvað er það sem er hvítt og við hellum á kornflex? Hvaða mat borðum við með skeið? Hvað er gult á litinn og apar elska að borða?


Tölum við börnin okkar í gegnum allar athafnir dagsins og lýsum því sem við erum að gera. Tölum um orð sem byrja á L og spyrjum hvort það heyrist L í hinum og þessum orðum og leggjum áherslu á það hljóð sem við eru að æfa hverju sinni.

Fyrir skjátíma barna er gott að hafa í huga að velja íslenskt efni en inn á krakkaruv er gott úrval bæði af sögum og myndefni fyrir börn.

Lærum og leikum með hljóðin er með frábært app sem nýtist vel í að fara yfir hljóðin og eins er Lubbi finnur málbeinið frábært efni með skemmtilegum lögum sem æfa hljóðkerfisvitundina sem og orðaforða.

Mikilvægt er að lesa líka fyrir börnin daglega en börn sem er lesið fyrir daglega heyra margfalt fleiri orð yfir daginn en þau sem ekki er lesið fyrir og styrkir það því málþroksa þeirra verulega.

© 2016 - Karellen