Innskráning í Karellen
news

Starfsdagur á Sólborg

22. 03. 2023

Við áttum frábæran starfsdag á Sólborg þann 3.mars.

Fyrir hádegi kom Hjördís Hafsteinsdóttir, talmeinafræðingur Suðurnesjabæjar, til okkar og var með frábært erindi um málþroska leikskólabarna og leiðir fyrir okkur til að efla okkur þar. Við erum í góðu samstarfi við hana og hún ásamt okkar góða sérkennsluteymi hafa innleitt metnaðarfullt málþroska-program inn í skólann.

Eftir hádegi fengum við erindi frá Kvan um hvernig við eflum liðsheild í starfsfólks hópnum með jákvæðni og samstarfi. Það var algjörlega dásamlegt, mikið gleði og gleði í húsi.

Gaman frá því að segja að daginn áður fórum við á frábæran fyrirlestur hjá Hugarfrelsi ásamt starfsfólki í Hjallastefnuskólunum Akri og Velli í Reykjanesbæ.

© 2016 - Karellen