Innskráning í Karellen

Samstarf leik- og grunnskóla veturinn 2020-2021


Markmið með samstarfi leikskólans Sólborgar og Sandgerðisskóla

 • Að stuðla að vellíðan barna við flutning milli skólastiga og gera börnin örugg fyrir áframhaldandi skólagöngu. Byggja kennslu á fyrri reynslu barnanna og að samfella skapist í námi nemenda.
 • Að börnin upplifi grunnskólann sem eðlilegt framhald leikskólans.
 • Að efla tengsl barnanna við fyrrum félaga sína frá leikskólanum.
 • Að læra og njóta í gegnum leik og starf.
 • Að auka jákvæðni og bæta umræðu á báðum skólastigum.
 • Að efla grunn nemenda fyrir frekara lestrarnám og auka málþroska.


Leiðir að markmiðum:

 • Leikskólinn nýti sér þekkingu grunnskólakennarans:
 • Málvitund og markviss málörvun þjálfuð í gegnum stöðvavinnu með afar fjölbreyttum verkefnum, lestri og virkri þátttöku nemenda
 • Þar sem verkfæri í Byrjendalæsi eru nýtt við fjölbreytta verkefnavinnu Grunnskólinn nýti sér þekkingu leikskólakennarans:
 • Nemendur nema í gegnum leik, sköpunargleði þeirra er virkjuð og horft til einstaklingsþarfa barnanna.
 • Gagnkvæmar heimsóknir kennara skólastiganna. Kennarar fræðast um hvað er verið að vinna með á hvoru skólastigi. Stefnt er á að umsjónarkennari fari einu sinni til tvisvar sinnum yfir önnina með hópnum sínum á leikskólann og að allir hópstjórar rauða og bláa kjarna, eldri komi í heimsókn í grunnskólann.Haustönn:

 • 28. ágúst er sandófjör í Sandgerðisskóla (leynigestur, skemmtun og pizzaveisla), nemendur leikskóla taka þátt. (ratleikur)
 • 17. september hittast stjórnendur og kennarar sem sjá um starf elstu barna leikskólans og yngstu bara í grunnskólanum og ræða um tilhögun samstarfs, ákveða dagsetningar á heimsóknum, áherslur í námi og annað sem þurfa þykir.
 • 18. september er íþróttadagur grunnskólans, nemendur leikskóla taka fullan þátt. Skólahópur mætir með kennurum sínum frá kl. 9:00 – 10:00 og taka þátt í stöðvavinnu utandyra.
 • Frá 30. september til 18. nóvember eru vikulegar heimsóknir leikskólabarna í grunnskólann samtals átta skipti að hausti.
 • 4. nóvember kl. 11:55 – 13:15 fara nemendur 1. bekkjar í heimsókn í leikskólann. ➢ 29. október kl. 13:30 fundur í grunnskólanum varðandi lestur, aðferðir og árangur í læsi. Umræða um Lesferilinn, skimunarpróf sem er lagt fyrir í september.
 • 16. nóvember er Dagur íslenskrar tungu. Nemendur 8. bekkjar grunnskólans fara í heimsókn í leikskólann og lesa fyrir nemendur þar í tilefni dagsins.
 • 18. nóvember kemur skólahópur leikskólans í heimsókn í aðra bekki en 1. bekk . Þar fá nemendur að prófa aðrar námsgreinar og kynnast fleiri nemendum.
 • 17. desember er Jólahátíð. Nemendur í skólahópi koma og njóta skemmtunar á jólahátíð grunnskólans.
 • Heimsóknir á bókasafn grunnskólans, leikskólanemendur koma í heimsókn og hitta bókasafnsvörð og vinna verkefni með kennurum sínum. Starfsmenn leikskóla ákveða dagsetningar í samráði við starfsmenn bókasafns.
 • Heimsóknir í félagsmiðstöð í samráði við forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Skýjaborgar.
 • Reglulegir tíma í íþróttahúsi samkvæmt samningi leikskólans forstöðumann Íþróttamiðstöðvar Sandgerðis
 • Tölvutímar í tölvuveri grunnskóla ákveðnir í samráði við aðstoðarskólastjóra. Tilvalið að vinna með Glóa og Doppu auk ýmissa forrita á nams.is.


Vorönn:

 • Ef þurfa þykir hittast kennarar og stjórnendur skólastiganna og fara yfir dagsetningar og endurskoða samvinnu fram á vorið.
 • 20. janúar – 7. apríl eru vikulegar heimsóknir nemenda leikskólans í skólann, (sjá nánar á skóladagatali að neðan).
 • 16. febrúar kl. 10:05 er Leikfimistími nemenda leikskóla, allir mæta með íþróttaföt og fara í baðklefa.
 • 11. febrúar kl. 9:20 Hefðbundin heimsókn leikskólabarna til stjórnenda í grunnskólanum. Skólastjóri, aðstoðarskólastjóri og/eða deildarstjóri taka á móti börnunum, nemendum er sagt frá skólastarfinu og fara í skoðunarferð um alla skólabygginguna. Nemendur fá kleinur og mjólk.
 • 17. mars kl. 11:55 – 13:15 fara nemendur 1. bekkjar heimsækja leikskólann. ➢ Þemadagar grunnskólans eru ekki fyrirhugaðir á skóladagatali grunnskólans á þessu skólaári en þegar þeir eru á dagatali þá taka nemendur leikskóla virkan þátt. Tryggja virkan þátt starfsfólks, kynna vel og reyna að hafa góðan fyrirvara. Huga að því að systkini og/eða frændfólk geti verið saman í hópum. Nemendur leikskólans borða hádegismat frá leikskóla í grunnskólanum þegar þemadagar eru.
 • 25. mars er árshátíð grunnskólans og elstu nemendur leikskólans Sólborgar taka fullan þátt, Sameiginlegar æfingar og hátíð(Auglýsa vel til foreldra á leikskóla) ➢ 5. maí er lokahátíð. Sameiginleg fjöru- eða móaferð, kl. 10:05-13:15. Sameiginlegt nesti t.d. grillaðar pylsur og mikilvægt er að safinn sem boðið er upp á sé eins hjá báðum skólum.
 • 6. maí kennarar beggja skólastiga hittast kl. 13:30 til þess að meta hvernig samstarfið hefur gengið á þessu skólaári. hefur gengið, gera tillögur að breytingum ef þörf krefur og leggja grófa línur fyrir næsta vetur. kl. 14:00 munu sérkennarar og stjórnendur grunnskólans, væntanlegir kennarar 1. bekkja funda ásamt leikskólastjóra eða þroskaþjálfa og kennara elstu barna leikskólans fara m.a. yfir niðurstöður Hljómprófs og skiptast á öðrum mikilvægum upplýsingum.
 • 11. maí er heimsókn á Skólasel. Nánari tímasetning liggur fyrir þegar nær dregur. Nemendur taka þátt í hressingu.
 • 20. maí, kynning á starfi næsta vetrar til foreldra nemenda í skólahópi í grunnskólanum. t.d. þegar nemendur eru í Vatnaskógi.
 • Starfskynning eldri nemenda grunnskólans í leikskólann, tengt náms- og starfsráðgjöf. Nánari dagsetningar eru í samráði við náms- og starfsráðgjafa grunnskólans.
 • Sundnámskeið á vegum Suðurnesjabæjar í íþróttamiðstöðinni í Sandgerði á vordögum.
 • Heimsóknir á bókasafn grunnskólans, leikskólanemendur koma í heimsókn og hitta bókasafnsvörð og vinna verkefni með kennurum sínum. Starfsmenn leikskólans ákveða dagsetningar í samráði við Björk og starfsmenn á bókasafni.
 • Heimsóknir í félagsmiðstöð í samráði við forstöðumann félagsmiðstöðvarinnar Skýjaborgar.
 • Reglulegir tímar í íþróttahúsi samkvæmt samningi leikskólans.


➢ Vikuleg samskipti nemenda og kennara í Sandgerðisskóla og leikskólanum Sólborg í Sandgerði:

Á miðvikudögum í vetur, kl. 10:05 – 11:15 skiptast nemendur leikskólans á að fara í grunnskólann. Miðast vinnustund við 60 mínútur (10 mínútur fyrir og eftir tímann til þess að fara á milli skólanna og koma sér að vinnu).

Nemendur í 1. bekk fara í heimsóknir í leikskólann, þá er miðast við að vinnustund sé 60 mínútur (10 mínútur fyrir og eftir tímann til þess að fara á milli skólanna og koma sér að vinnu).


© 2016 - Karellen