staff
Agnes Helgadóttir
Sérkennslustýra
Stoðþjónusta
Agnes er sérkennslustýran okkar og sér um ýmsa færniþjálfun á leikskólanum. Hún hefur starfaði á Sólborg um nokkurn tíma, samhliða námi sínu í uppeldis og menntunafræðum, sem hún hefur nú lokið. Agnes er meistara jóðlari, en fyrir nokkrum árum nældi hún sér í diplómu í jóðli og hefur ferðast víða til að kynna sér menningu jóðls og bæta færni sína. Þrátt fyrir að hafa dvalið um tíma í Appenzell í Sviss á hún enn eftir að klöngrast upp Alpana að austanverðu og Yodel-lay-ee-dee-aoo!!! Svo er það nýfenginn áhugi hennar á hringrásarhagkerfi svepparæktunar á Íslandi, það er eitthvað allt annað og einstakt!
staff
Amelía Rún Fjeldsted
Stuðningur
Amelía byrjaði í tímavinnu með framhaldskólanámi í nóv. 2021
staff
Andrea Sigurrós Andrésdóttir
Stuðningur
Grænikjarni
Andrea eða Adda er útskrifaður leikskólaliði og hefur að auki sótt fjölbreytt námskeið í tengslum við leikskólastarfið. Adda hefur starfað á Sólborg frá hausti 2006 og í vetur starfar hún sem hóspstýra á Græna kjarna með yngstu vinkonur okkar. Adda veit fátt skemmtilegra en að ferðast og flakka um heiminn og hennar stærsta ósk og draumur, frá því hún var smáskotta er að ferðast til tunglsins og sannreyna söguna um "karlinn í tunglinu".
staff
Anna Júlía Magnúsdóttir
Hópstýra
Bláikjarni yngri
Anna Júlía er útskrifaður leikskólaliði og hóf störf á leikskólanum Sólborg árið 2008. Anna Júlía er hópstjóri á Bláa-kjarna yngri og samhliða vinnu stundar hún nám við Fagháskólann í leikskólafræðum. Það er gaman að segja frá því að Anna Júlía er eini íslenski sérfræðingurinn í steinalestri, húrra fyrir því! Hún stundar einnig sjóböð af krafti og segir orku hafsins hreinsa burt alla streitu af manni og þegar stígið er á land aftur er maður einfaldlega nokkrum kílóum léttari og sentimetrum hærri. Prófi sem prófa vill en passa þarf að nálgast sjóinn varlega og hlusta á líkama sinn.
staff
Arna Sif Pétursdóttir
Hópstýra
Gulikjarni
staff
Arnar Helgason
Stoðþjónusta
Stoðþjónusta
Arnar kom til starfa á leikskólann Sólborg árið 2016. Hann er afar fjölhæfur og klár starfsmaður sem sinnir ýmsum verkefnum hjá okkur, allt frá afleysingum á kjarna til viðhalds á húsnæði. Arnari er sprelligosi og spaugari sem gaman er að vera í kringum. Hann er elskar StarTrek og ætlar sér að læra Klingona mál við tækifæri, við sem ekki þekkjum til stjörnustríðs myndanna sjáum kannski lítinn tilgang í því en styðjum okkar mann. Vorið er uppáhaldstími Arnars enda hápunktur Eurovison hátíðarinnar! Hann missir aldrei af keppninni og hefur verið dyggur aðdáandi vina okkar í Finnlandi allt frá árinu 1992, þegar Pave Maijanen kom, flutti og kollféll með lagið Yamma yamma sem endaði í síðasta sæti.
staff
Ástrós Sóley Kristjánsdóttir
Hópstýra
Gulikjarni
Ástrós hóf störf á Sólborg haustið 2018 og er hópstýra með litlu drengjunum á Gula kjarna. Ástrós lauk námi í Hússtjórnarskólanum haustið 2021 og var það nám heilmikill lærdómur. Hún féll algjörlega fyrir þeirri list sem fellst í GER-bakstri. Hún bakar í öllum frí stundum og er afar fær í "ger-ferlinu" en hún segir að mikilvægast sé að gefa gerinu tíma, að nostra við það með hlýju. Leyfa gerinu að hefast í jöfnum hitastigi og alls ekki gleyma að tala fallega við deigið á meðan. Ástrós ráðleggur áhugasömum ger-bökurum að: nota brauð eða pizza hveiti frekar en venjulegt í ger bakstur. Hafa rakan klút yfir skálinni þegar deigið er að hefast og passa að allt hráefni sé við stofuhita. Hafa rýmið hlýtt og ekki trekkur í kring, svo þarf að forðast hreyfingu eða hristing! GER-ið svo vel og njótið.
staff
Berglind Lára Haraldsdóttir
Hópstýra
Rauðikjarni yngri
Berglind hefur starfað á leikskólanum Sólborg í nokkur ár og er núna hópstjóri á Rauða kjarna yngri. Uppáhaldsiðja Berglindar er að liggja úti í náttúrunni og skiptir þá engu hvort það er í grænu grasi eða hvítum snjó og horfa á skýjin taka á sig hinar ýmsu myndir. Síðasta árið hefur hún æft skýjalestur sem er spákerfi sem svipar til tarrot lesturs og kallast: Himnaspá. Berglind er líka einstaklega lunkin í að beygja gaffla og skeiðar með hugarorkunni einni saman, sem er magnað að sjá en henni hefur þó verið bannað æfa sig á vinnu áhöldum.
staff
Birta Rós Ágústsdóttir
Stuðningur
Bláikjarni yngri
Birta Rós er hópstýra á Bláa-kjarna yngri og hefur starfað á leikskólanum Sólborg frá vori 2021 og samhliða vinnu stundar hún nám í kennslufræðum við Háskóla Íslands. Birta Rós er mikil áhugamanneskja allskyns kristalla og býr yfir miklum fróðleik um þau efni t.d kristalla í eyrum, kristalsglös og ljós sem og allra þeirra dásamlegu sem finnast í náttúrunni. Hún byrjar alla daga á að kíkja í kristalskúluna sína og svo kemur auðvitað engum á óvart að Birta Rós er gallhörð stuðningskona fótboltaliðsins Crystal Palace í ensku deildinni.
staff
Brynja Björk Guðmundsdóttir
Hópstýra
Rauðikjarni eldri
Brynja hefur starfað á leikskólanum Sólborg frá 2021 en var áður á leikskólanum Heiðarseli. Brynja er hópstjóri inn á Rauða kjarna eldri með elstu drengjunum okkar. Hún Brynja á eitt glæsilegasta serviettusafn landsins en þessi munnþurrku áhugi hennar á sér skemmtilega sögu. Það byrjaði allt með einu "servíettu keðjubréfi" sem henni barst og hún ákvað að taka þátt í keðjunni og sendi á tíu vini og vinkonur, eitt stykki servíettuþurrku hver. Henni áskotnuðust til baka úr keðjunni, margar fallegar munnþurrkurnar og eftir þetta var ekki aftur snúið, safnið verður glæsilegra með hverri veislunni sem hún sækir, boðin sem og óboðin.
staff
Dagmara Teresa Koziol
Hópstýra
Stoðþjónusta
Dagmara hefur starfað á leikskólanum Sólborg frá 2019. Hún aðstoðar við sérkennslu á leikskólanum og tekur pólskumælandi börn í málörvun og kennslu á sínu móðurmáli. Dagmara er milill lestrahestur segir bestu lykt í heimi vera lyktin af gömlum bókum. Uppáhalds bókmennta persóna hennar er Harry Potter og hefur hún tví-eða þrí-lesið flestar bækurnar um hann og galdravini hans. Hún er meðlimur í Kvistbolta klúbbi, en það er íþrótt betur þekkt undir enska heitinu Quidditch og er tveggja liða galdramanna íþrótt á kústum. Þessi keppnisleikur er algjörlega sprottin úr söguheimi Harry Potter en hefur verið yfirfærtt hefur til leiks og spilunar í raunheimi. Kvistbolti hefur tekið þó nokkrum vinsældum og keppt er í íþróttinni víðsvegar um heiminn. Það mætti líka kvistbolta við sambland af handbolta, rugby og skotbolta og þurfa allir leikmenn að hafa kústskaft til að hlaupa um á, líkt og sést hefur í kvikmyndnum um Harry Potter.
staff
Dorota Maria Wenta
Hópstýra
Rauðikjarni yngri
Dorota er menntaður kennari og kemur frá Póllandi. Dorota hefur starfað á leikskólanum Sólborg frá vori2021. Í vetur starfar Dorota sem stuðningur á Rauða kjarna yngri. Dorota náði miklum árangri í planki fyrir um áratug síðan. Fyrir þá sem ekki þekkja þá er að planka, þegar einstaklingur liggur flatur á maganum, andlit snýr niður og hendur liggja meðfram hliðum. Plankið var oftast framkvæmt á óvenjulegum, frumlegum og algjörlega úr takt staðsetningum hverju sinni og oftar en ekki ljósmyndað og deilt með öðrum. Plank eða planki sem nafnið er dregið af er viður eða spýta s.s að liggja eins og spýta.
staff
Eydís Ösp Haraldsdóttir
Skólafreyja
Stoðþjónusta
Eydís hefur starfað á leikskólanum Sólborg frá 2012, vann lengi sem hópstýra en s.l. ár hefur hún sinnt stöðu skólafreyju leikskólans. Hlutverk skólafreyju er afar fjölbreytt og til hennar falla ýmis störf eins og ritari, reddari og margt fleira sem hún leysir listilega vel úr hendi sér, enda er hún í okkar huga, sannkölluð þúsundþjalafreyja með meiru! Hennar helsta ástríða er matseld og allskyns skipulag. Hún hreinlega elskar að dútla og brasa í eldhúsinu og tekur fagnandi á móti öllum þeim sem vilja aðstoð við gerð viku- eða mánaða matseðlagerð. "Hvað er í matinn" og "það er ekkert til" þekkist ekki hjá henni því í hennar eldhúsi er allt úthugsað og vel skipulagt. Það eru kannski fáir sem vita að Eydís hefur lengi haft áhuga á vinnuvélum og sérstaklega farand-krönum þá stærri en 18 tonnmetrum og hjólaskóflum. Það er nú bara spurning hvenær hún mun sækja sér réttindi á þessar vinnuvélar!
staff
Guðrún Sif Pétursdóttir
Kjarnastýra
Gulikjarni
Guðrún Sif hefur starfað á Sólborg frá 2018 og er kjarnastýra á Gula kjarna með yngstu drengjunum okkar. Guðrún hefur sterka tengingu við andlegu áru dýra en hennar andlega dýr er dádýr.Dádýr er táknmynd sakleysis, kærleika, þokka og velgengni sem á vel við hana Guðrúnu okkar. Að sjá dádýr er talið mjög gott merki og þýðir að andarnir vaka yfir og gæta þín. Svo er Guðrún svakalega klár tubulum spilari og fyrir þá örfáu sem ekki vita hvað það er, þá spilar hún tónlist á plast rör eða pvc hólka. Þetta byrjaði allt þegar hún sá hóp blárra manna spila á slík rör og nei, hér er ekki verið að tala um strumparna, heldur listamanna hóp sem kallast; The blue man group. Hún er alltaf til í að hamra á rörin og taka gott gigg með áhugasömum, reyndum eða óreyndum tubulum hljóðfæraleikurum svo endilega heyrið í henni ef áhugi er fyrir samleik! Hver veit kannski myndast kjarni í nýjan listahóp!
staff
Guðveig Þórhallsdóttir
Hópstýra
Rauðikjarni eldri
Guðveig eða Veiga eins og við köllum hana hóf störf í október 2020. Hún er nú hópstýra á Rauða yngri.
staff
Gyða Björk Guðjónsdóttir
Kjarnastýra
Bláikjarni yngri
Gyða Björk hefur starfað á leikskólanum Sólborg frá 2000. Gyða er útskrifaður leiskólaliði og starfar sem kjarnastýra á Bláa kjarna yngri. Gyða Gjé eins og hún er oftast kölluð hér á leikskólanum, ekki aðeins því þær eru tvær Gyðurnar á Sólborg, heldur vegna farsæls ferils hennar í íslensku rappi. Gyða ripp, rapp og ruppar allt og allstaðar þegar takturinn hellist yfir hana og eru leikskólalögin henni efst í huga í þeim efnum.
staff
Gyða Björk Jóhannsdóttir
Kjarnastýra
Bláikjarni eldri
Leikskólakennari. Gyða er menntaður leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri og útskrifaðist árið 2008. Gyða vann áður á leikskólanum frá 1994- 1997 en breytti tímabundið um starfssvið og kom svo aftur til okkar á Sólborg 2002. Í vetur er Gyða kjarnastýra á Bláa-kjarna eldri með elstu stúlkunar okkar. Fyrir þá sem ekki vita þá er Gyða algjör dans-gyðja og hefur borið titilinn "Dansdrottning Sólborgar" í nokkur ár! Við hin komumst ekki með tærnar þar sem hún hefur hælana og erum því löngu búin að gefast upp á að ná titlinum af henni.
staff
Hanna Þórsteinsdóttir
Leikskólastýra
Stoðþjónusta
Hanna hóf störf hjá Hjallstefnunni árið 2006 og hefur starfað bæði á Laufásborg og í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Hanna kom á Sólborg í maí 2019 og sinnir nú hlutverki leikskólastýru. Hún er skólastúlka sjálf í vetur en hún er í mastersnámi við Háskóla Íslands.
staff
Herdís Ósk Ásgeirsdóttir
Hópstýra
Bláikjarni eldri
Herdís kom til okkar haustið 2020 og við svo heppin að fá hana. Hún er hópstýra með yngstu börnin okkar á Græna kjarna.
staff
Indíana Dís Ástþórsdóttir
Stuðningur
Rauðikjarni yngri
Indiana er hópstjóri á Rauða kjarna yngri með ungum vinum okkar á leikskólanum Sólborg. Karókí söngur er hennar uppáhaldsskemmtun en hún segir karókí vera lífstíl og listform. Hún á sín uppáhaldslög en Wannabe - með Spice girls er hennar go to lag sem alltaf slær í gegn. Meðal hæfileika hennar má nefna að hún getur labbað eins og krabbi og dansað með augabrúnunum án þess að hreyfa annað í andlitinu, þvílíkur snillingur! Indíana er mikil keppnismanneskja og er hún dugleg að skora samstarfsfólkið á hólm í hinum ýmsum þrautum og færni. Hún er margfaldur methafi á leikskólanum m.a í stígvélakasti, að halda blöðru á lofti, í eggja hlaupi, er fljótust að klæða sig í kraftgalla, að skjóta dósir niður með teyjum, að halda jafnvægi og kemur flestum sykurpúðum fyrir i munninum á sér í einu.
staff
Irma Rún Blöndal
Stuðningur
staff
Íshildur Rún Haraldsdóttir
Stuðningur
staff
Jana Hrebicikova
Hópstýra
Rauðikjarni yngri
staff
Kristín Sigurbjörg Jónsdóttir
Hópstýra
Rauðikjarni yngri
Kristín Sigurbjörg kom til starfa árið 2020 og starfar sem hópstýra á Rauða kjarna yngri og stundar nám í Sálfræði samhliða vinnu. Kristín hefur þann einstaka hæfileika að hún kann að herma eftir 17 dýrahljóðum, mestum árangri hefur hún náð í bauli. Það vill svo til að baul er keppnisgrein víða í heiminum og það eru nokkrir þættir sem hafa þarf í huga stefni maður á pall í sportinu eins og hún. Kristín hvetur alla til að prófa sig áfram í þessari skemmtilegu færni og segir lykilinn til velgengni vera: stíll og sviðsframkoma, að gefa frá sér sannfærandi tón og passa hljóðbeitingu. Húmor er mjög mikilvægur þáttur og síðast en alls ekki síst, frumleiki!
staff
Magdalena Zembrzuska
Hópstýra
Bláikjarni yngri
Magdalena hefur starfað á leikskólanum Sólborg frá 2017 og í vetur er hún hópstýra á Bláa kjarna yngri. Magdalena er einstaklega hæfileikaríkur ávaxta-djöglari og skiptir það engu hvort það eru bananar, epli eða melónur því allir ávextir rúlla hjá henni! Fyrir þá sem ekki vita þá er "djögl" sú list að halda tveim eða fleiri hlutum á lofti þannig að minnst einn sé ávallt í loftinu, samkvæmt Wikipedia.
staff
Malgorzata Ewa Kornas
Hópstýra
Grænikjarni
Malgorzata sem alltaf er kölluð Gosia hefur starfað á Sólborg frá hausti 2018 og starfar hún sem hópstýra á Græna kjarna með yngstu vinkonur okkar. Gosia er menntaður hársnyrtir sem er mjög heppilegt fyrir okkur hin á Sólborg því hún er ávallt tilbúin að laga okkur til og skella í hár okkar fléttur, snúða, kringlur og kleinur eða hvað þessar greiðslur allar heita.
staff
Mandy Völkel
Kjarnastýra
Rauðikjarni eldri
Mandy hefur starfað á Sólborg frá 2013 og er kjarnstýra á Rauða kjarna yngri. Mandy er menntuð í barnahjúkrun og félagsliði. Hún kemur frá Þýskalandi og hefur reynslu af barnaskólastarfi, sérkennslu og að starfa með öldruðum. Mandy ræktar grænmeti í frístundum sínum og segir ómótstæðilegt að fá brakandi ferskt lauf með miklu bragði og áferð. Hún ráðleggur áhugasömum matjurta ræktendum að byrja á grænkáli og graslauk, það sé bæði harðgert, henti vel við íslenskar aðstæður og lifir flest af. Passa samt að salatið þarf sólarljós en laukurinn ekki. Græðandi grænkeri, grúskar og gróðursetur, uppsker þá góðæri, góðgæti og gómsætt gull. Hvað eru mög G í því?
staff
Margrét Árnína Hrafnsdóttir
Matráðskona
Stoðþjónusta
Magga hóf fyrst störf á leikskólanum Sólborg árið 2005 en stoppaði þá stutt við og fór yfir á leikskólann Akur. Eftir 6 ár á Akri kom hún aftur til okkar og starfar sem matráður á leikskólanum. Magga er mikil hjólakona og skiptir litlu hverskonar hjól um er að ræða en mætti t.d nefna hjólhýsi, hjólaskauta, ein- tví, þrí eða parahjól eða bara svo lengi sem það er á dekkjum, þá hefur Magga sennilega prófað það. Hjólafærni hennar og áhugi er vel þekkt hér í bæ en eins skemmtileg saga er þegar hún var einungis 17 ára gömul og ferðaðist til sólríku Californíu. Þar flakkaði hún um frjáls og áhyggjulaus á hjólaskautum við ströndina og sá þar í fyrsta sinn einhjól. Hún var nú ekki lengi að skella sér á hnakk og náði tökum á einhjólinu á ótrúlega skjótum tíma. Lengi vel nýtti hún sér þríhjól (af stærri gerðinni) til allra sinna ferða, með börnin sín tvö glöð í afturdragi. Glæstasta afrek hennar hlýtur þó að vera þegar hún tók þátt í Tour de france! Já, Magga tók þátt í keppninni á fallega DBS hjólinu sínu, með fagurlega blóma skreytta körfu framan á og þannig rúllaði hún, eins og henni er einni um lagið, glæsileg og vel til höfð að vanda! Því miður var þetta fyrir tíma samskiptamiðla en hún hefði klárlega sprengt internetið ef svo hefði ekki verið. Síðustu ár hefur hún einbeitt sér að parahjólreiðum og hjólhýsaferðum á Íslandi.
staff
María Rós Björnsdóttir
Stuðningur
María Rós byrjaði að vinna á Sólborg í desember 2021 og hún er stuðningur á Gulakjarna. Hún er stúdent frá FS og hefur unnið við umsjón leikjanámskeiða og er með barn í liðveislu meðfram störfum hjá okkur á Sólborg.
staff
María Sigurbjörg Björnsdóttir
Hópstýra
Gulikjarni
María hefur starfað á Sólborg frá 2008 og er útskrifaður leikskólaliði frá MSS. Hún kláraði diplómu í leikskólafræðum nýlega og heldur áfram námi í Fagháskólanum samhliða starfi sínu sem hópstjóri á Gula kjarna. María er mikil bíla áhugamanneskja og þekkir allar helstu drossíur og skrjóði sem framleidd hafa verið. Mótorvagna áhugi hennar byrjaði snemma og býr hún yfir gríðarlegum fróðleik um bifreiðar. Í frítíma sínum finnst henni gaman að prufukeyra nýja þeysivagna og svo er hún alltaf hjálpsöm og viljug að aðstoða okkur í sjálfrennireiða vanda.
staff
Ótta Sigtryggsdóttir
Hópstjóri
Rauðikjarni yngri
Ótta er leikskólaliði og hóf störf á leikskólanum Sólborg árið 2015, hún er kjarnastýra á Rauði kjarna yngri með ungum vinum okkar. Mottó Óttu er: "Ull er gull" en hún segir ekkert jafnast á við Íslensku ullina og að sofa í heimaprjónuðum lopasokkum er allra meina bót. Svo er það ástríðan í eldinum en það var fyrir um 7 árum að Ótta kolfjéll fyrir Eld-gleypingum og síðan þá hefur hún æft þetta hættulega sport sem Eld-gleypingar er. Með stífum æfingum og mikilli varfærni leikur Ótta sér að eldinum t.d með því ganga og dansa á logandi kolum eða bera logandi hluti í munn sér og slökkva eldinn með munnvatninu! Eld-gleypingar má rekja til andlegrar hefða í Indlandi og eins og áður sagði þá getur þetta verið stórhættulegt og valdið miklumskaða, svo við mælum eindregið frá því að fólk prófi þetta heima!
staff
Ragnheiður Sigurjónsdóttir
Kjarnastýra
Grænikjarni
Ragnheiður sem alltaf er kölluð Lilla er búin að starfa á Sólborg síðan 1994, fyrir það starfaði hún við dagvistun barna með fatlanir. Lilla hefur sótt margvísleg námsskeið í tengslum við leikskólastarfið og útskrifaðist sem leikskólaliði í desember 2017. Lilla okkar er kjarnastýra með yngstu stúlkurnar á Græna kjarna og þar á hún svo vel heima. Það er alls ekki óalgengt að sjá hana Lillu litlu klifurmús röltandi um leikskólann með gítarinn í hönd og skott undir vanga, að syngjandi blíðlega börnin til hvíldar með lagi sínu: Dvel ég í draumahöll.
staff
Rakel Rós Ágústsdóttir
Hópstjóri
Rauðikjarni yngri
Rakel hefur starfað á leikskólanum síðan 2019, hún er stúdent og stundar nám í næringarfræði samhliða vinnu seinni sem hópstýra á Rauða kjarna yngri. Það er hægt að treysta því að Rakel gengur alltaf í ósamstæðum sokkum og hefur einnig þann vana á að hafa annan sokkinn á röngunni líka. Rakel er listakona í sápuskurði, sem kannski ekki allir þekkja til, en Rakel getur skorið út hvert það dýr, ávöxt eða blóm úr sápustykki sem óskað er eftir.
staff
Sandra Dögg Ómarsdóttir
Hópstjóri
Gulikjarni
Sandra Dögg hóf störf á leikskólanum Sólborg árið 2021 en var áður á leikskólanum Akri. Í vetur er hún hópstýra á Gula kjarna hjá yngstu drengjunum okkar. Það er skemmtilegt að segja frá því að Sandra Dögg býr yfir sama rappáhuga og mamma hennar Gyða Gjé og eiga þær margar ógleymanlegar rímna-flæðis-stundirnar saman. Sanda Dögg er rísandi stjarna í íslenska rappheiminum og kemur fram undir sviðsnöfnunum Sandra Dee eða S-Dogg.
staff
Sesselja Svavarsdóttir
Aðstoð í eldhúsi
Stoðþjónusta
Sesselja eða Sessý eins og hún er alltaf kölluð hefur starfað á Sólborg frá árinu 2008 og starfar hún í eldhúsinu okkar ásamt matráðnum henni Möggu. Sessý er afar fuglafróð kona og þekkir útlit og hljóð allra helstu fulgategunda sem finnast á Íslandi. Undanfarið hefur hún einbeitt sér að breyttri hegðun Máva en það hefur ekki farið framhjá mörgum að þeir hafa verið að sýna á sér afar sérkennilega háttsemi. Það verður afar fróðlegt að heyra tilgátur Sessýar um nýja hegðun Máva, þegar hún er tilbúin að deila niðurstöðum sínum með okkur. Uppáhalds fuglategund Sessýar eru þó furðufuglar en þá er hægt að finna merkilega víða.
staff
Sigríður Ólöf Sæmundsdóttir
Meðstýra
Stoðþjónusta
© 2016 - Karellen