Amelía byrjaði í tímavinnu með framhaldskólanámi í nóv. 2021
Andrea Sigurrós Andrésdóttir
Stuðningur
Grænikjarni
Andrea eða adda eins og við köllum hana er útskrifaður leikskólaliði og hefur sótt margvís námskeið tengslum við leikskólastarfið. Hún hefur unnið í Sólborg síðan í september 2006 og er hún nú stuðningur á Græna kjarna.
Anna Júlía er útskrifaður Leikskólaliði en hún hóf störf á Sólborg 2008. Hún er kjarnastýra á Ruða kjarna eldri og stundar hún nám við Fagháskólan í leikskólafræði.
Ásdís vann á Laufásborg frá 2002-2021. Hún tók þátt í innleiðingu Hjallastefnunnar í Bergheimum í Þorlákshöfn veturinn 2020-2021. Ásdís tók við sem skólastýra á Sólborg í júní 2021 og leysir Hönnu af í eitt ár. Hún er grunnskólakennari og menntuð í tónlist.
Bergljót eða Begga eins og hún er alltaf kölluð kom til okkar á Sólborg haustið 2020. Hún kláraði stúdent við Háskólan í Keili árið 2021. Begga er hópstýra á Bláa kjarna eldri.
Eydís hóf störf á Sólborg í september 2012 og hefur verið hópstýra s.l. ár en tók við sem skólafreyja 2021. Hún hefur sótt margvísleg námskeið í tengslum við leikskólann.
Gyða hóf störf á Sólborg árið 2000 en hafði áður starfað á hinu ýmsu stöðum og meðal annars með öldruðum. Gyða er útkskrifuð sem leiskólaliði og er nú kjarnastýra og hópstjóri með vinkonur á blá kjarna yngri.
Leikskólakennari.
Gyða er menntuð Leikskólakennari frá Háskólanum á Akureyri og útskrifaðist 2008. Hún hóf störf í Sólborg 1994 og vann til 1997. Gyða vann svo við fiskvinnslu til ársins 2002 en hóf þá aftur störf á Sólborg. Í vetur er hún kjarnastýra á Bláa kjarna eldri og kennir þar elstu stúlkunum okkar.
Hanna hóf störf hjá Hjallstefnunni árið 2006 og hefur starfað bæði á Laufásborg og í Barnaskóla Hjallastefnunnar í Reykjavík. Hanna kom á Sólborg í maí 2019 og sinnir nú hlutverki leikskólastýru. Hún er skólastúlka sjálf í vetur en hún er í mastersnámi við Háskóla Íslands.
Helena byrjaði að vinna í Sólborg árið 2007. Hún hefur lokið nokkrum fagnámsskeiðum leikskóla hjá MSS og einnig hefur hún sótt margvísleg námskeið í tengslum við leikskólastarfið. Helena er hópstjóri á Bláa yngri.
Mandy hóf störf á Sólborg árið 2013. Hún er menntuð í barnahjúkrun en einnig er Mandy félagsliði. Hún hafð áður unnið í barnaskóla í Þýskalandi en einnig með öldruðum og við sérkennslu. Mandy er kjarnastýra og hópstýra á Rauða kjarna yngri.
Magga hóf störf í eldhúsi Sólborgar árið 2005 og vann hér í eitt ár. Hún kom síðan aftur í ágúst 2012 þegar Hjallastefnan tók við rekstri skólans. Áður starfaði hún í sex ár á leikskólanum Akri, en þar var hún matráður. Magga hefur sinnt ýmsum störfum s.s. vinnu í mötuneyti og verið verslurnarstjóri.
María Rós byrjaði að vinna á Sólborg í desember 2021 og hún er stuðningur á Gulakjarna. Hún er stúdent frá FS og hefur unnið við umsjón leikjanámskeiða og er með barn í liðveislu meðfram störfum hjá okkur á Sólborg.
María hóf störf í Sólborg í ágúst 2008. María er útskrifaður Leikskólaliði frá Mss. Í vetur er hún stuðningur inn á Gula kjarna. einnig stundar hún nám í fagháskólanámi í leikskólafræðum.
Petra byrjaði hjá okkur á Sólborg í febrúar árið 2020 og er stuðningur á Rauða kjarna eldri. Petra er með stúdentspróf og próf frá Hússtjórnarskólanum í Reykjavík.
Ragnheiður er alltaf kölluð Lilla. Hún er búin að vinna á Sólborg síðan 1994. Áður starfaði hún í áratug í dagvistun fyrir börn með fatlanir. Lilla hefur sótt margvísleg námsskeið í tengslum við leikskólastarfið og útskrifaðist sem leikskólaliði í desember 2017.
Í vetur er Lilla hópstýra og kjarnastýra með yngstu börnin okkar á Græna kjarna.
Rakel hóf störf hjá okkur 2019 sem stuðningur. Í haust tekur hún við sem hópstýra á bláa kjarna yngri. Hún er með stútendspróf og hefur stundað nám í næringafræði.
Sandra Dögg kom til okkar á Sólborg í haust 2021 frá leikskólanum Akri sem hún er búin að vera frá 2016. Hún er hópstýra á Gula kjarna.
Sesselja Svavarsdóttir
Aðstoð í eldhúsi
Stoðþjónusta
Sesselja er kölluð Sessý. Sessý byrjaði að vinna í Sólborg í ágúst 2008. Áður vann hún við ræstingar og fiskvinnslu. Hún hefur sótt námsskeið og fræðslu í tengslum við leikskólastarfið t.d. Uppeldi til ábyrgðar.
Í vetur er Sessý í eldhúsinu hjá okkur ásamt matráðnum okkar Möggu.
Þuríður er með BA gráðu í sálfræði og einnig diplómu í jákvæðri sálfræði. Þurý hóf störf hjá Hjallastefnunni árið 2010 en kom á Sólborg árið 2017. Í vetur er Þurý sérkennslustýra skólans en kemur einnig að stjórnun skólans.