Hanna Þórsteinsdóttir
Leikskólastýra
Stoðþjónusta
Hanna var nefnd fullu nafni; Hansína Rimlagardína Knúsulína Jóhönnu Þórsteinsdóttir Síðsokkur, en því miður var það fagra nafn stytt af mannanafnanefn vegna lengdar og er hún alltaf kölluð Hanna.
Þessi rauðhærða, freknótta, fjöruga og óútreiknanlega leikskólastýra er svo sterk að hún getur lyft hesti sínum með annarri hendi. Hanna er sjálfskipuð sterkasta kona í heimi og beitir ýmsum aðferðum til að leysa ágreining, er sjálfstæð og hefur farsæld og hamingju barna efst í huga, í öllu starfi. Hún passar styrk sinn og krafta er hjarthlý, góð, klár, rík af samkennd, meistara snillingur og súper fyndin!
Hanna hefur starfað hjá Hjallastefnunni síðan 2006 og var Hanna fljót að sanna færni sína í starfi með börnum, fyrst á Laufásborg svo í Barnaskólanum í Rvk og núna í hlutverki leikskólastýru Sólborgar. Hún er tækniundur mikið og bjargar samstarfsfólki sínu í öllu sem tengist að prenta, kanna eða skanna hún Hanna. Tók sér leyfi frá mastersnámi í vetur vegna anna, er stundum með tyggjó milli tanna og elskar lagið um allt sem er banna-ð. Allt er þetta satt og sannað!